Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2006
28.4.2006 | 11:26
Betra seint en aldrei.
Loksins kláraði ég að horfa á Alias 4. Bíð bara spennt eftir Alias 5. Endirinn á 4 var mjög spennandi, ég verð nú bara að segja að mér brá allsvakalega við áreksturinn.
Eins og ég hef áður tekið fram þá er hann Arvin Sloane frábær, hann er svo yndislega vondur. Mér fannst alveg æðislegt þegar illi tvífari Sloane kom fram á sjónarsviðið. Hann þarf nú að vera ansi illur til að vera illi tvífari Sloan og það er hann nú.
Irina Derevko er á lífi. Aumingja Jack Bristow, hélt að hann hefði drepið hana til að bjarga Sydney því það leit út fyrir að Irina borgaði einhverjum til að drepa hana. Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að leigumorðingjanum var borgað af reikningi á nafni Arvin Sloane. Jibbý, Sloane er vondur. Hann neitar allri sök. Við trúum honum auðvita ekki. Hann hefur sannað það svo oft hvað hann er undirförull. Hann var nú að segja satt greyið, sem kom í ljós þegar samstarfsmaður hans kom til að bera kennsl á hann sagði að Sloane væri Sloane en samt ekki. Þarna kom illi tvífari Sloane fram á sjónarsviðið.
Þessi samstarfsmaður Sloane klónsins, "The Sloane Clone" eins og liðið kallaði hann, hafði fyrst samband við Michael Vaughn með upplýsingar um pabba Vaughn sem Irina Derevko drap. Eða hvað? Hann fær Vaughn til að hjálpa sér við að ræna einhverju hátækni tæki í staðin fyrir upplýsingar um pabba hans, sem hann segir að sé á lífi. Neitar svo að láta hann hafa upplýsingarnar nema hann hjálpi honum meira. Það er að ræna eitthverju tengdu Rambaldi. Þarna dettur manni strax í hug Arvin Sloane. Nei það er bara klóninn. Hann er virkilega vondur. Ég hataði hann næstum því meira en alvöru Sloane. Ég hef elskað að hata Sloane frá byrjun.
Ekki má gleyma systrum hennar Irinu, frænkum Sydney og Nadiu. Þær eru sér á parti. Álíka vondar og Sloane ef ekki verri. Sérstaklega þá hún Elena Derevko eða Sophia Vargas eins og hún kallaði sig þegar hún bjó í Argentínu og þóttist vera að hjálpa Nadiu. Mér finnst hún reyndar vera alvöru vondur kall, ætlar sér heimsyfirráðum með geðveikislega illri áætlun. Æðislegt. Það tekst auðvita ekki, Sydney og Alias liðið bjarga heiminum með hjálp frá Arvin Sloane. Sydney er að reyna að taka Rambaldi tækið úr sambandi, þá kemur Nadia og reynir að drepa hana. Elena sprautaði Nadiu með menguðu vatni sem varð til þess að hún varð brjáluð. En hver kemur þá og bjargar deginum. Enginn annar en Arvin Sloane sem skýtur Nadiu til að bjarga Sydney sem nær þá að taka tækið úr sambandi á síðustu stundu. Húrra fyrir honum, ekki það að hann hafi ekki reynt að drepa Nadiu áður.
Það verður gaman að fá að vita hver hann Michael Vaughn er í Alias 5.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2006 | 19:40
Uppáhaldið mitt ásamt fleiru.
Páskarnir yfirstaðnir, ég komst ekki yfir helminginn af því sem ég ætlaði að gera. Náði ekki að horfa á Alias, Angel, Buffy eða The X-Files. Var alltof upptekin við að búa til hálsfestar.
Ég horfði þó á The Triangle á Skjá Einum. Allt í lagi þættir. Endirinn ekki nógu góður, fannst hann frekar endaslepptur. Mér þykir samt alltaf gaman að því yfirnáttúrulega.
Ég er mikill aðdáandi Star Trek, þá sérstaklega Voyager. Þykja þeir þættir einna skemmtilegastir af Star Trek seríunum. Hef reyndar ekki séð alla Enterprise seríuna þannig að það getur breyst. The X-Files, Buffy the Vampire Slayer, Angel, Firefly, Charmed, C.S.I, Alias og Sex and the City eru líka í uppáhaldi. Það er alltaf gaman að geta tekið sér smá frí frá raunveruleikanum og týna sér í öðrum heimi. Draugar, djöflar, blóðsugur, önnur skrímsli, geimverur, og njósnarar þykir mér skemmtileg afþreying. Já ekki má gleyma Millenium, A Touch of Frost, Spooks, The Dead Zone, Stargate, Farscape og 24. Reyndar miseftirminnilegar seríur.
Bretarnir standa sig nú yfirleitt, ef ekki alltaf mjög vel. Þá sérstaklega þegar kemur að spennuþáttum. Mikið get ég nú verið tóm. Ég gleymi alveg honum Hercule Poirot. David Suchet er alveg æðislegur í því hlutverki þó svo að uppáhalds Poirot sé alltaf Peter Ustinov. Ég verð nú samt að viðurkenna að Peter Ustinov sem Svarskeggur Sjóræningi í Blackbeards Ghost þykir mér alltaf skemmtilegasta hlutverkið hans. Hann er frábær.
Verð að reyna klára að horfa á Alias 4!
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 23:45
Alias, Angel, Buffy og The X-Files.
Mikið er gott að vera komin í páskafrí. Ætla að klára að horfa á Alias 4, ef ég hef tíma þá ætla ég líka að horfa á valda þætti úr The X-Files, Angel og Buffy. Það eru þættir í seríunum sem eru algjör snilld.
Þeir sem þekkja til Joss Whedon ættu að vita hvað hann er mikill snillingur. Það var sagt að eina ástæðan fyrir að Buffy the Vampire Slayer væri svona vinsælir, væri að samtölin væru svo góð. Joss gerði sér lítið fyrir og gerði þátt þar sem allir í Sunnydale misstu röddina. Alveg frábær þáttur, með þeim bestu skrímslum sem ég hef séð. Herramennirnir eru frekar óhugnalegir.
Ekki má svo gleyma Firefly og Serenity úr smiðju Joss Whedon. Ég get horft aftur og aftur á Serenity. Hún er æðisleg. Persónurnar eru skemmtilega, fjölhæfar og frekar ruglaðar. Það væri gaman ef Firefly yrði endurvakinn. Þeir voru virkilega skemmtilegir.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2006 | 16:45
Skemmtilega vitlaus!
Var að horfa á "Scorched" með Woody Harrelson (Woods), Aliciu Silverstone (Sheila), John Cleese (Mr. Merchant) og fleiri góðum leikurum. Hún er snilld. Karakterarnir sem Woody og John leika eru æðislegir, ekki síst þá ofurnáttúruverndarsinninn hann Woods.
Myndin fjallar um þrjá gjaldkera í banka sem ákveða að ræna hann án vitundar hvors annars. Öll hafa þau ástæðu fyrir því, hvort sem það er vegna hefndar eða að þau hafi verið mönuð til þess.
Woods (Woody Harrelson) hatar Mr. Merchant (John Cleese) af því að hann drap önd! Sheila (Alicia Silverstone) vill að útibústjórinn lendi í vandræðum og verði rekinn, þau voru par og hann er ný búin að segja henni upp. Ekki má gleyma Stu, leikin af Paulo Costanzo (40 days and 40 nights, Road Trip o.fl.). Hann á frekar misheppnaðan vin sem er alltaf að útlista fyrir honum hvernig hann ætlar að verða ríkur. En Stu er með hugmynd um hvernig hann getur rænt bankann án þess að það komist upp, segjir vini sínum frá henni sem manar hann til þess að framkvæma hana.
Ég mæli með henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2006 | 23:22
Bókaleiðangur.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2006 | 23:41
2 litlir skæruliðar
Það var nú aldeilis fjör hjá mér um helgina. Var að passa frændur mína, annar tæplega tveggja og hinn rúmlega þriggja. Ég er alveg á því að þeir stingi sér í samband á nóttinni til að hlaða sig fyrir daginn. Skil ekki orkuna sem þeir hafa. Alveg ótrúlegt.
Þeir komu rúmlega 10 í gærmorgun. Voru á fullu fram að hádegismat, kalkúnanuggets og kokteilsósa. Ég fór með þann yngir í göngutúr í kerrunni í von um að hann myndi sofna, hann var allavega alveg sáttur við að fara í kerruna. Undur og stórmerki eða þannig, hann var glaðvakandi en vildi ekki koma strax upp úr kerrunni þegar við komum heim. Tók hann inn og Svampur Sveinsson var settur í DVD spilarann. Mamma fór með eldri drenginn að versla á meðan. Þegar hann kom aftur léku þeir sér fram að kaffi og fóru svo út að leika. Mamma var með þá úti. Ég skrapp í burtu smástund og tók svo við úti þegar ég kom aftur þar sem vinkona mömmu kom í heimsókn. Eftir kvöldmat fóru strákarnir í sturtu. Heimilisfólkið hélt að það væri verið að drepa ketti inni á baði því þeir öskruðu svo mikið. Gaman að heyra hvernig öskrin bergmáluðu inni á baði! Ég var frekar blaut eftir þetta. Mamma tók eldri strákinn og ég þann yngri. Þegar þeir voru komnir í náttfötin sín tók mamma þann yngri og ég þann eldri. Sá eldri var búin að biðja um gista hjá mér um síðustu helgi þannig að það var mjög gaman að fá loksins að gista. Hann fór samt ekki strax að sofa, vildi fá að sjá Svamp Sveinsson. Þegar hann var farinn að biðja mig um að lesa Herra Hnerra, þá fórum við inn í rúm og ég las fyrir hann. Hann sofnaði klukkan rúmlega átta.
Í dag var vaknað klukkan að verða átta. Fengum okkur morgunmat, svo byrjaði hasarinn. Litli bróðir hans vaknaði reyndar ekki fyrr en klukkan rúmlega níu. Gat sofið svona lengi þar sem hann svaf ekkert í gærdag. Jæja foreldrarnir komu um klukkan tvö til að sækja skæruliðana og fóru klukkan að verða fjögur.
Strákarnir eru búnir að heilaþvo mig gjörsamlega með Madagaskar og Svampi Sveinssyni. Önnur hvor myndin er sett í DVD spilarann og spiluð í gegn nokkrum sinnum. Þeir sitja reyndar ekki og horfa á myndirnar aftur og aftur. Nei það er horft á smástund, leikið sér, horft á meira, leikið sér. Svona gengur þetta. Þegar eldri strákurinn kemur í heimsókn biður hann alltaf um að fara niður og horfa á Madagaskar. Heilaþvegin eða hvað. Þá er ég að tala um sjálfan mig. Fyrst var hann svo hræddur við ljónið hann Alex, en núna er það eina sem kemst að hjá honum. Og litli bróðir hans er núna farin að taka í hendina á mér segja "niður" og "alex". Þeir eru svo skemmtilega ruglaðir. Bara svona eins og ég. Þess vegna kemur okkur svona vel saman.
8.4.2006 | 20:33
Enn af Alias
Er búin að horfa á fyrstu þættina í Alias 4. Þeir eru alveg ágætir. Arvin Sloan stendur alltaf fyrir sínu. Hann er svo skemmtilega vondur og kemst nú yfirleitt upp með það. Ætla að reyna klára að horfa á Alias 4 um páskana. Það ætti að gefast tími í það þar sem þeir eru langir í ár.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2006 | 17:45
Of mikil eftirvænting!
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2006 | 13:12
Spennandi
Er að horfa á seríu 3 í Alias. Gafst upp á því að fylgjast með Alias í sjónvarpinu. Þegar maður fór að missa af einum og einum þætti, þá gekk þetta ekki lengur. Það er fínt að horfa á þetta á DVD. Ég á bara eftir síðustu 2 þættina í seríu 3, þátturinn sem ég horfði á í gær endaði á því að Arvin Sloan var að sprauta Nadiu með einhverri Rambaldi formúlu sem á að gera henni kleift að miðla þekkingu Rambaldi?! Það verður spennandi að sjá hvernig það fer.Í framhaldi ætla ég svo að horfa á seríu 4 þegar tími gefst.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði