Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006

Heimsendingaþjónusta!

Pantanir eru teknar í gegnum síma með sólarhringsfyrirvara.

Hmm. Ætli Anna muni hvað ég á af myndum. Ég veit þó að hryllingsmyndir eru ekki á dagskrá hjá henni. Ég sé þetta alveg fyrir mér. Ég í símanum að telja upp titla og hún "já" "nei" "búin að sjá hana" Það verður nú samt ódýrara símtal en þegar hundurinn fékk í eyrun þegar fjölskyldan var í Egyptalandi. Því símtali verður seint gleymt og ég er viss um að karlinn sem heyrði minn hluta símtalsins talar enn um það. Fjölskyldan mín er skemmtilega rugluð. Ég viðurkenni það fúslega að ég er með rugluna á háu stigi. Best að skipta um umræðuefni.

Það er augljóst að ég bý á Íslandi. Veðrið alveg eins og við má búast hér á landi. Ég var að vona að veðurfræðingarnir okkar myndu nú spá almennilegu veðri. En, ég bý á Íslandi. Ég verð bara að reyna flýja land, hvernær sem það svo verður.

Annars á ég nú ekkert að vera skammast út í veðráttuna hérna því að eftir þriggja mánaða dvöl í Kaliforniu, þar sem veðrið var nánast alltaf eins, varð ég himinlifandi ef kom smá óveður. Brjáluð rigning og hvassviðri. Það rignir þannig að maður rennblotnar á innan við hálfri mínútu. Mér fannst það æðislegt. Saknaði veðráttunar á Íslandi alveg ógurlega.

Man einhver eftir manneskjunni með rugluna.


Það sem á daga mína hefur drifið.

Mikið er ég orðin langþreytt á þessu drasli sem er í íbúðinni. Það fer nú samt vonandi eitthvað að gerast þar sem ég hef ekki séð litla rakablettinn sem var alltaf í horninu í tvo daga. Það geta verið tvær ástæður fyrir því. Það er hætt að leka og þurrktækið er búið að þurrka upp allan rakan eða það er svo lítil notkun á vatni uppi að þurrktækið nær að þurrka nóg. Blablabla. Það kemur víst allt í ljós. Ég er ekkert hrikalega bjartsýn.

Ég er líka í pilskasti. Alltaf að sauma pils. Það er nú líka komið sumar, þrátt fyrir kuldakast og leiðindarveður. Ég keypti efni í rúmfatalagernum sem lítur út eins og flauel eða rúskinn, er enn að sníða það. Ég er nefnilega ennþá að hugsa hvernig pilsið á að vera. Ég er eiginlega búin að ákveða hvernig ég geng frá mittinu. Það verður líklega svona "one size fits all" dæmi bundið í mittið. Ef það kemur ekki nógu vel út þá verður bara sett teygja.

Frænka mín kom með myndirnar sem ég lánaði henni einhverntíman í mars í gær. Hún hafði þó getað horft á þær allar. Þetta voru 11 bíómyndir og öll Sex and the City serían. Þegar hún var farinn dreif ég mig og kaus. Ég var nú samt eiginlega búin að ákveða að kjósa ekki. Sumir ættu að vera ánægðir yfir því að ég lét mig hafa það að kjósa.

Best að hætta þessu þvaðri. Halda áfram að sníða og sauma.

P.S.   Mamma þið verðir bara að flytja niður þegar þið komið heim.


Mikið gaman.............eða hvað!

Loksins komin í samband. Hef ekki komist í tölvuna.

Ég ætlaði að vera svo duglega og segja frá hvað mér fannst um Da Vinci lykilinn. Fyrirlesturinn á undan myndinni var stuttur og fróðlegur. Myndin fannst mér alveg fín. Mér fannst hárið á honum Tom Hanks bara mjög fínt, viðeigandi fyrir persónuna!!!

Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki alveg normal, elti ekki fjöldan. Venjan er að fólk fái sér rakatæki, það á að hreinsa loftið á heimilinu og bæta öndun! Ég er með risastórt þurrktæki inni í eldhúsi hjá mér. Rakatæki er humidifier á ensku, þetta ferlíki er merkt DEHUMIDIFIER, s.s. þurrktæki. Það er búið að vera í gangi frá því á mánudaginn með smá næturhvíld, það er ekki hljóðlátt. Fyrir þá sem hafa ekki komið í sundhöllina í langan tíma endilega komið í heimsókn. Það var eins og að koma í sundhöllina í den að koma inn í íbúð.

Fyrir þá sem ekki skilja þá er eldhúsið í rúst. Það lekur einhverstaðar. Gat í veggjunum þar sem vatnslagnirnar eru og eitthvað stykki úr ferlíkinu ofan í einhverju röri til að þurrka upp raka. Við neituðum að fá hitablásara þar sem þá hefði orðið stórslys. Ég hefði líklega klórað af mér skinnið. Fimmtudag, föstudag og sunnudag var ég alveg friðlaus. Lá upp í rúmi þegar ég var að fara að sofa og klæjaði eins og hundrað manns. Það er skýringin á sundhallarstemmingunni. Strax og tryggingaliðið heyrði af kláðanumá mánudeginum  kom maðurinn sem spreyjaði fyrst og spreyjaði meira, mikið meira en fyrst því lyktin er ekki enn farinn. Tekur þetta engan enda!?

Þar sem ég er búin að koma mér fyrir uppi í bili ákvað ég að horfa aftur á Star Trek: Voyager. Ég er að sauma mér pils og horfi með öðru auganu á Star Trek.

Ég verð nú líka að taka það fram að það er alveg ágætt að búa í tvíbýlishúsi með foreldrum sínum. Það hefur allavega bjargað mér núna. Þau flúðu land, fóru til útlanda í sumarfrí eins og við Íslendingar köllum það, þannig að ég hef sofið í þeirra herbergi. Kláðinn kemur ef ég er of lengi í íbúðinni,  eins og núna.

Best að hætta á meðan eitthvað skinn er eftir...........


Glaðningur.....

Það kom skemmtilegur póstur inn um lúguna í dag. Bréf frá Landsbankanum með tveimur boðsmiðum á Da Vinci lykilin. Hmmm, hverjum á ég að bjóða. Mömmu langar alveg rosalega að sjá myndina en hún verður að vinna. Ég bauð pabba. Hann er alveg ótrúlegur. Ha hva, hvernær hvar.....ef ég verð ekki að vinna.....ég ætti ekki að vera vinna! Fékk hann til að segja já á endanum. Ég vona allavega að ég verði ekki að hringja í einhver á síðustu stundu eða fara ein. Pabbi minn er mjög sérstakur. Það vita reyndar allir sem hann þekkja. Hlakka nú samt til að sjá myndina. Fyrir sýninguna heldur Árni Svanur Daníelsson guðfræðingur fyrirlestur. Vona að það verði skemmtilegt og fræðandi.

Evróvision kallar....


Horfði á "The Producers"..........

Horfði á "The Producers" í gær. Fékk algert kast þegar ég sá leikaran sem lék George klikkaða apótekarann í Desperate Housewives. Hann er frábær. Ég var nokkarar mínútur að átta mig á hver þetta væri. Svo kviknaði á perunni, George úr DH. Frábært hlutverk. Mæli með þessari mynd. Will Ferrell, Matthew Broderick, Nathan Lane og Uma Thurman. Öll góð.

Mel Brooks hefur mér alltaf fundist alveg ágætur. Elska "To be or not to be", Anne Bancroft er æðisleg í henni. Ég hef séð hana ansi oft. Mel hefur mikið gert grín að nasistum. Það sést vel í "To be or not to be" og auðvita líka "The Producers". Ég hef ekki séð upprunalegur útgáfuna af "The Producers" þarf að gera það á næstunni.

 


Enginn pípari..........

Enginn pípari í morgun. Fékk að sofa út. Vaknaði samt fyrir kl.8 en gat sofnað aftur. Nenni ekki að hanga heima. Fer kannski eitthvað á rúntinn með myndavélina.

Fór í 2001 á Hverfisgötu í gær. Það er stórhættulegt að fara í þá búð. Ég finn venjulega alltaf eitthvað sem mig langar í. Lét það eftir mér að kaupa "The Producers", "Kiss kiss bang bang" og "Kung Fu Hustle". Er ekki búin að horfa á þær. Hlakka mikið til. Ég gat nú samt haldið aftur af mér. Það var nefnilega til Hercule Poirot safnið með honum David Suchet. Mig langar svo í það.


Ágætis helgi......

Síðastliðnar tvær vikur er ég búin að vera sauma mér föt fyrir árshátíð. Gekk vel til að byrja með. Bjó til sniðið fyrir pilsið, sneið það og saumaði. Tók rúmlega 5 tíma. Svo saumaði ég annað pils sem á að fara í yfir hitt pilsið. Það tók aðeins lengri tíma. Bjó til nýtt snið, það er aðeins víðara. Sneið efnið, nældi það saman, þræddi það og svo loks saumaði. Ég gerði þetta ekki á einu kvöldi, heldur fóru nokkur kvöld í þetta. Jæja svo bjó ég til snið fyrir jakkan, teiknaði upp eftir einhverju sem ég átti. Tókst nú bara ágætlega. Sneið svo efnið, nældi saman og þræddi. Saumaði jakkan svo saman fyrir utan ermarnar. Þetta var á föstudaginn, árshátíð á laugardag í Hveragerði. Ég var komin í tímaþröng þar sem ég hafði farið að passa syni frænku minnar á miðvikudag eftir vinnu. Sigþór og Bergþór. Þeir eru með skemmtilegri einstaklingum sem ég þekki. Mér leiðist allavega aldrei þegar ég er með þá. Þegar ég gafst upp á jakkanum þá stakk mamma bara upp á því að við færum í búðir áður en ég færi austur. Vaknaði eldsnemma, hehehe, eldsnemma á laugardegi þýðir kl.10. Fórum í Kringluna, ekkert þar. Debenhams, ekkert þar. Mamma hafði heyrt af einhverri nýrri fataverslun í Smáralind sem heitir Evans. Við fórum þangað. Vá maður, þar voru föt sem ég passaði í, og meira að segja flott föt. Ég leit ekki út eins og ég væri kerling um 60 í þeim. Það er ekkert að því að vera 60, ég er bara ekki nálægt því að vera 60. Ég og mamma enduðum svo þennan verslunarleiðangur á því að fá okkur að borða í Energiu. Við vorum mikið svangar, fengum frábæran mat og fórum pakksaddar. Maturinn var sem sagt mjög góður og ekki eyðilagði það að hann var ekki dýr. Við ætlum að fara þangað aftur.

Þá var komið að árshátíðinni sem var í boði vinnunnar. Ég tók til það sem ég þurfti að taka með mér, pakkaði niður og lagði af stað. Kom við í Nóatúni til að kaupa mér nesti. Sódavatn, ópal og tyggjó. Ekki var ég nú lengi að keyra í Hveragerði. Það var heilmikil umferð en hún gekk nú samt vel. Kaflarnir þar sem er búið að tvöfalda muna alveg rosalega. Kom á Hótel Örk um kl.16, fékk lykilinn af herberginu og kom mér fyrir. Var með Dorothy í herbergi. Það passaði mjög vel, við báðar frekar rólegar og lausar við allt vesen. Ég ákvað að byrja á hárinu á mér. Þegar ég var búin að taka upp krullujárnið þá hringdi ég í mömmu og spurði hvort hún gæti skotið mig í gegnum síman. ARG! Ég tók með mér vitlaust krullujárn. ARG! Það var nú samt það eina sem klikkaði hjá mér svo ég stakk bara puttanum í innstungu og þá var ég búin að redda hárinu! Maturinn byrjaði kl.19:30. Því miður varð ég fyrir vonbrigðum með matinn. Forrétturinn var ekki nógu góður, sósan bjargaði aðalréttinu en eftirrétturinn var sem betur fer góður. Fyrir utan það að stólarnir voru ekki þægilegir. Við 6-7 við hringborð og hún Anna M sem er lágvaxin náði ekki einu sinni niður. Ég sat eins og karlmaður með fæturnar útglenntar á ská. Hvað með það. Ég fékk svo gott að borða á Energiu að það reddaði deginum fyrir mér. Eftir matinn var svo herbergispartý. Það flykktust allir inn í eitt herbergið. Þar var mikið hlegið og mismikið drukkið. Sumir hefði nú bara mátt vera heima, eða bara edrú. Eftir herbergispartý var haldið niður. Það vori bræður, ég held, í andyrinu að spila og syngja. Mjög skemmtilegir. Ég endaði nú samt niðri í billjardherberginu með Dorothy, Oskari, Jessicu og Ómari. Ásdís, Jón Arnar og maður Jessicu komu og fóru. Við vorum öll jafnslæm. Ég get kennt kjuðunum um, eða allavega reynt það. Ég var nefnilega ekki að drekka. En aðrir geta nú kennt áfenginu um. Fór svo upp á herbergi og kveikti á sjónvarpinu, The Italian Job var að byrja á stöð 2. Tók andlitið af mér og skellti mér upp í rúm. Ákvað að bíða bara eftir að Dorothy kæmi upp, nennti ekki að vera vakin ef hún kæmi mjög seint. Ég var með lykilin af herberginu. Hún lét sjá sig fljótlega. Ég man nú ekki hvað klukkan var þegar hún kom en það var ekki liðið langt á myndina. Ég vaknaði kl.8 á sunnudagsmorgunin. Klæddi mig og fékk mér morgunverð. Guðmundur kom niður þegar ég var hálfnuð en annars virtust allir vera sofandi. Lagði af stað heim rétt fyrir kl.9. Þegar ég kom heim fór ég aftur að sofa og svaf til kl.18. Mikið rosalega hef ég verið þreytt. Þannig var nú sú helgin.

Ég hefði sofið út í morgun, nema að píparinn kom fyrir kl.9 til að brjóta upp vegginn í eldhúsinu. Íbúðin er öll í drasli. Skúffurnar úr innréttingunni út um allt, uppþvottavélin úti á miðju gólfi, hluti af innréttingunni líka og óhrein glös út um allt. Það vantar nefnilega vaskinn í eldhúsið, hann er inni í þvottahúsi. Gaman, gaman. Enda örugglega á því að fara í rekstrarvörur til að kaupa pappadiska, plastglös og hnífapör. Kemur í ljós.


Meira af Stargate

Ég kláraði að horfa á 2 síðustu þættina í Stargate Atlantis. Get ekki beðið eftir að sjá framhaldið. Veit reyndar að Sheppard heldur lífi. En hvernig? Verð að segja að þeir sem ekki hafa séð Stargate eru að missa af miklu. Reyndar hefur pabbi sagt að hann geti ómögulega skilið hvernig ég, mamma og bræður mínir nenni að horfa á þetta geimbull. Sem betur fer er smekkur manna misjafn. Það væri ekkert gaman annars. Ég meina þú hneykslast ekki á fólki sem er alveg eins og þú sjáfl/ur.

Ég kláraði líka að horfa á Stargate SG-1 season 8 um daginn. "Aumingja" Daniel Jackson, hann er alltaf að drepast eða við dauðans dyr. Fráhvarfi hans er endalaust dinglað fyrir framan mann eins og einhverri gulrót. Staðan er orðin þannig í þáttunum, sem er reyndar bráðfyndið, að O'Neill neitar að halda minnigarathöfn fyrir Daniel því að hann rísi alltaf upp frá dauðum. Þ.e. persónurnar í þáttunum og áhorfendur (allavega ég) trúa ekki lengur að Daniel hafi drepist, þó svo að maður sjái hann springa í loft upp. Síðast þegar hann kom til baka þá dó hann úr geislun. Greyið bráðnaði eiginlega bara. Daniel getur líka verið svo hryllilega leiðinlegur. Persónan hans er alltaf að koma  SG-1 í vandræði. Hann er týpísk "Damsel in distress". Michael Shanks sem leikur Daniel lýsti persónunni snilldarlega. "He's a whiny little bitch" sem er Daniel í hnotskurn. Ég öðlaðist nýja sýn á Daniel eftir að ég heyrði leikarann segja þetta um persónuna. Það eru greinilega fleiri en ég sem hafa látið hann fara í taugarnar á sér.

Það eru líka nokkrir gimsteinar meðal þáttana sem ég get horft á aftur og aftur.

"URGO" með honum Dom DeLuise er alveg æðislegur. Dom er snilld. 

"UPPGRADES" þar sem Jack, Samantha og Daniel fá ofurkrafta.

"WINDOW OF OPPORTUNITY" atriðið þar sem Jack og Teal'c eru að spila golf er æðislegt.

"2010" ekta framtíðarþáttur þar sem vondi kallinn er með þolinmæðina í lagi.

"2001" tengist "2010" þættinum framhald, en samt ekki framhald. 

"WORMHOLE X-TREME!" Þessi þáttur er algjört æði. Michael DeLuise sem leikur leikarann sem leikur persónuna sem er byggð á Jack O'Neill, frábær. Mér fannst endirinn æðislegur þar sem Michael DeLuise er  hann sjálfur röflandi "what do you mean this is not a real show. This is not a real show! Do I still get paid!" Skemmtilegt.

"THE OTHER GUYS" nördarnir fá að njóta sín.

"SMOKE AND MIRRORS" þangað til maður kemst að því að Kinsey er ekki dauður. Bömmer.

"PARADISE LOST" Maybourne og O'Neill einir saman. Gaman, gaman. Híhíhí.

"FRAGILE BALANCE" Jack O'Neill klóninn. Strákurinn sem leikur hann nær honum mjög vel.

"AVENGER 2.0" Dr. Mckay þarf að redda málunum. Neistar á milli hans og S. Carter!

"IT'S GOOD TO BE KING" enn einn Maybourne þáttur. Það er alltaf gaman að honum.

Það eru reyndar margir fleiri góðir þættir, ég bara nenni ekki að telja þá upp. Fólk má hafa sitt álit á þessum þáttum, ég vil alveg heyra það álit og hvort það þoli Stargete eða eigi uppáhaldsþætti.


Stargate Atlantis

Er búin að vera horfa á Season 1 í Stargate Atlantis, á eftir 2 síðustu þættina og verð svo að bíða einhvern tíma eftir að sjá númer 2.

Þættirnir eru auðvita misskemmtilegir, en engin af þeim er neitt hræðilegur. Með skemmtilegri þáttunum er "Hide and Seek" þar sem Dr. Mckay fær "Ancient" genið og gerir persónulegan hlífðarskjöld virkan (lítið tæki sem festis á brjóstkassan á honum). Mckay og Sheppard prófa hvernig skjöldurinn virkar með því að Sheppard hendir Mckay niður af svölum. Alveg frábært. Svo biður Mckay einhvern um að kýla sig. Viðkomandi hikaði ekki, sem segir margt um Mckay, en meiðir sig auðvita þar sem skjöldurinn ver Mckay. Mckay þykir mikið til þess koma þar til hann reynir að slökkva á honum. Mikið af "Ancient" tækjunum er stjórnað með hugsunum. Hann Mckay er svo hræddur að hann bara getur ekki slökkt á honum. Verðu ennþá hræddari þegar hann reynir að fá sér kaffi, sem hellist bara utan á skjöldin. Hehehe. Hann getur ekki borðað eða neitt. Það er ekki fyrr en sagt er við hann það sé best að hann ýti á takkan á einhverri gildru sem á að fanga einhverja skuggaveru sem Atlantis liðið er að berjast við að skjöldurinn hættir að virka og tækið dettur af honum.

Flestar aðalpersónurnar í Stargate eru mjög skemmtilegar. Þeir sem skrifa fyrir þættina hafa hugmyndaflugið í lagi. Sem betur fer hafa leikararnir einnig haft smávegis að segja um persónusköpun. Það er auðvita ekkert til að bera saman við eins og var í Stargate SG1. Þar voru persónurnar í myndinni til hliðsjónar.


Þú ert ekki einn í umferðinni.

Ég var á leið niður í bæ áðan og varð vitna að þvílíkum akstri að það hálfa væri nóg. Ég var farþegi í bíl þannig að ég gat snúið mér við og fylgst með. Fólk keyrir mishratt, það er staðreynd. En þegar bíl er á um og yfir 90 km hraða þar sem er 80 hámarkshraði finnst manni nóg um.

Það var svartur jeppi á akrein lengst til vinstri og rauður fólksbíll á miðakrein. Þegar jeppinn er að nálgast rauða bílin kemur ekki silfurlitaður nissan á fullu og svínar fyrir jeppan. Það var nánast ekkert pláss til að komast framúr, þannig að þetta kalla ég að svína. Jæja svo heyrir ég flaut. Líklega jeppinn að láta vita hey athugaðu hvað þú ert að gera. Haldið ekki að bílstjórinn á silfurlitaða nissaninum hafi ekki nauðhemlað,ég meina hann hlýtur að hafa verið á yfir 100 til að komast á milli bílana og ekki var jeppinn á aðeins minni hraða. Sem betur fer náði fólkið á jeppanum að stoppa og fékk ekki neinn aftan á sig. Hvað var bílstjórinn á nissaninum að hugsa. Greinilega ekki mikið. Ég náði númerinu á bílnum en ætla nú samt ekki að birta það hér. Nenni ekki að lenda í einhverju kjaftæði. Miðað við aksturslagið þá getur bílstjórinn varla verið mjög þroskaður. Hver veit hvað svona manneskja tekur uppá fyrst viðkomandi brást svona við að það var flautað á hann þegar hann svínaði fyrir. Ég hefði sjálf flautað ef ég hefði lent í þessum aðstæðum. En það er spurning hvort maður geri það eftir að verða vitna að svona háttalagi.

Svona aksturslag á ekki heima á götum bæjarins. Vonandi fær þetta fólk til að hugsa.


Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband