Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Greyið geimfararnir....

Fyrst verið er að taka fyrir að þessi grey drekki í sig kjark til að fara í þessa flugferð geri ég nú ráð fyrir að þeir fari bara að taka róandi í staðinn. Smile 

Annars er ég enn á þeirri skoðun að þessi áfengisneysla sé liður í tilraun á áhrifum áfengis á fólk á leið út úr gufuhvolfi jarðar. Wink Kannski var geimfarinn Lisa Novak þátttakandi í henni og tilraunin leiddi í ljós að það hefur ekki góð áhrif á fólk að vera undir áhrifum áfengis á leið út úr gufuhvolfi jarðar. LoL

Þangað til næst....


mbl.is Reglur settar um áfengisneyslu geimfara NASA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítinn kettlingur....fyrir okkur kattavini

FlatmagaðÞað er svo fyndið að sjá Snúð þegar hann flatmagar svona, hann virkar þrefalt stærri en hann er. Algjör klessukettlingur. Smile Þetta er líka ein af uppáhaldsstellingum hans þegar hann liggur á parket, dúk eða flísalögðu gólfi.

Núna skil ég afhverju Tommi og Jenni spóla þegar þeir eru að hlaupa af stað.

Snúður spólar nefnilega á parketinu hjá mér þegar hann hleypur af stað, ekki nóg með það heldur nær hann oft ekki að stoppa almennilega, heldur rennur bara áfram á næsta vegg eða húsgagn. LoL

 

Vatnsdropi

Honum finnst vatnið sem ég gef honum greinilega ekki nógu ferskt. Frown  Hann hefur samt ekki áhuga á krananum nema þegar ég er nýbúin að láta renna.

Hann er alveg stórundarlegur Halo sem betur fer því annars gæti hann ekki verið kisinn minn. Ég vil heldur ekki hafa það á samviskunni að gera Snúð ruglaðan því ég er svolítið skrítin  og það er víst mjög smitandi.

Ekki má heldur gleyma að hann er algjör dekurrófa og ótrúlega sérvitur kettlingur.

 

Gaman, gaman. Blómapottur

Honum þykir svo gaman að leika sér í pottinum með drekatrénu. Devil Eins og sést eru greinarnar frekar grannar. Hann klifrar í þeim og hangir svo á þeim þannig að þær bogna og hann endar á gólfinu.

Ég er nú samt vonandi að verða búin að venja hann af þessum ósið. GetLost Ég fékk ágætis ráð hjá dýralækninum sem sprautaði hann í gær.

Ég á að nota vatnsúða. Ég er með úðabrúsa og er búin að þurfa sprauta á hann þrisvar í dag. Ég varð ekki vinsæl við það og ekki lagaðist það þegar ég fór að ryksuga moldina upp eftir hann. Whistling

Mig langaði svo að setja inn eitthvað léttmeti. Þetta er nú líka gert fyrir Sigþór og Bergþór svo þeir geti fylgst með vitleysunni í honum Lightning McSnúð.

 


Skiljanlegt....

Ég þyrfti svo sannarlega að drekka í mig kjark líka ef ég væri að fara í svona flugferð. Wink

En í fyllstu alvöru, Smile kannski er þetta hluti af einhverri leynilegri rannsókn um áhrif áfengis á fólk á leið út úr gufuhvolfinu. Grin

Ætli þessi drykkja geimfara fyrir brottför hefði komið fram í dagsljósið ef geimfarinn Lisa Novak hefði ekki gjörsamlega tapað sér.

Þangað til næst....


mbl.is Geimfarar fara drukknir um borð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stafræn eða ekki....smá skoðanakönnun

Mig langar svo að vita hvernig myndavélar þið eigið og notið. Verið svo væn að taka þátt í þessu hjá mér. Ég er sjálf búin að svara. W00t

Ég á bæði stafræna og filmu vél. Nota þá stafrænu aðallega þar sem það er svo hentugt að niðurhala myndirnar af minniskortinu í tölvuna og tæma svo kortið. Ég á helling af slide-filmu inni í ísskáp, bæði lit og svart/hvíta. Hef bar ekki komið mér til að nota hana. Það er svo askoti þægilegt að sjá afrakstur myndatökunnar strax. Wink

Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna.

Þangað til næst....


Lightning McSnúður....

Hm, hvað er þettaÉg er farin að hafa áhyggjur af Snúð. Hugsa að einkenni CKS sé að ágerast.

Ég er farin að kalla Snúð Lightning McSnúð. Hann hleypur fram og til baka um íbúðina, klessandi á allt sem fyrir honum verður. Hraðinn á kettlingnum er svakalegur. Ég veit ekki fyrr en hann er komin í fangið á mér, en fyrir augnabliki var Snúður inni í forstofu að borða.

Lightning McSnúður does it again. Tounge

Annars er ég að fara með krílið í bólusetningu á föstudaginn eftir vinnu. Aumingja hann. Hann fær þó líklega að sofa uppí hjá mér ef hann verður eins veikur og hann varð síðast.

Ég ætla líka að leita ráða hjá dýralækninum í sambandi við Drekatréð mitt. Hann Snúður hékk á einni greininni í gærkvöldi og hún sveigðist alveg niður í gólf. Aumingja tréð mitt. Ég er búin að binda greinarnar saman en bandið sem þær eru bundnar með vekur forvitni Snúðs svo hann lætur það ekki vera. Ef einhver kann ráð við að halda honum Snúð frá trénu, þigg ég það með þökkum.

Þangað til næst....


Hvað er þetta með bílbeltin...

Mér líður eins og ég sé nakin án bílbeltis. Skil ekki þessa vitleysu hjá þeim sem ekki setja á sig beltið.

Um að gera að hækka bara sektina meira. Er nú ekki betra að vera með bílbelti en að vera dauður.

Þangað til næst....


mbl.is Sýndi vítavert gáleysi með barn í bifreiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin stafræna tækni....hvað gerðum við eiginlega áður en stafrænu myndavélarnar komu til sögunnar

Já alveg rétt við keyptum myndavélar sem tóku 'filmu' og fórum með 'filmurnar' í 'framköllun'. Sáum ekki afrakstur myndatökunnar fyrr en filman kom úr framköllun. Grin Ýmislegt 012Ýmislegt 011

Ýmislegt 010

Nú til dags kaupum við minniskort í myndavélarnar, ekki 'filmu'. Við sjáum hvernig myndin tókst á augabragði því stafrænu myndavélarnar eru allar með skjá. Pírum ekki lengur með öðru auganu í gegnum ljósopið á þeim.

Eyðum svo myndum af minniskortinu ef okkur þykja þær ekki nógu góðar. Við förum ekki með minniskortið í framköllun, ég held að minnsta kosti að fæstir geri það, heldur hlöðum myndunum úr vélunum inn í hin ýmsu ljósmyndaforrit sem eru á tölvunum okkar. Þar skoðum við þær, breytum og lögum. Yngjum mömmu upp um 20 ár, gerum himininn blárri, börnin fallegri (ekki það að þau séu ekki nógu falleg fyrir) og missum 10 kg með hjálp photoshop.

Öll albúmin okkar eru inni á tölvunni og einu myndirnar sem eru í gömlu albúmunum okkar eru síðan fyrir aldamót. Ég held að nýjustu myndirnar sem voru teknar á filmu og farið með í framköllun eru síðan fjölskyldan fór til Egyptalands árið 1999. S.s. fyrir aldamótin.

Við ætlum reyndar að vera alveg rosalega dugleg og prenta allar þessar myndir út heima. Kaupum ljósmyndaprentara, ljósmyndapappír og allt sem því fylgir. Hmm. Það er mjög gaman að þessu fyrst, en svo klárast einn litur í blekhylkinu og það tekur 3 mánuði að kaupa nýtt.

Ekki er öll von út enn. Ef ljósmyndapappírinn er búinn, prentarinn bilaður eða bleklaus er hægt að senda myndirnar sem við viljum geta skoðað í alvöru albúmi, ekki þessum á tölvunni, með tölvupósti til Hans Petersen í það sem þeir kalla stafræna framköllun.

En það getur verið stórt verk. Ekki búið að senda neitt í framköllun í heilt ár. Pinch Þá þarf að fara í gegnum myndirnar og velja hvað á að senda því stundum eru margar myndir svo keimlíkar að óþarfi er að framkalla þær allar. En þá lendir maður í klemmu. Hvaða mynd af þessum keimlíku á að láta framkalla. Minnið á tölvunni er orðið svo stórt að við þurfum ekki lengur að eyða neinum myndum af minniskortinu, vistum þær bara allar á tölvunni.

Svo er hægt að taka upp vídeo á sumar af þessum stafrænu myndavélum og hlaða inn í tölvuna sína.

Það má nú samt ekki gleyma að til eru stafrænar vélar sem maður þarf að píra í gegnum ljósopið á, Þær kallast SLR Single Lens Reflex og eru yfirleitt í dýrari kantinum og hægt að fá fjöldann allan

Já tæknin er ótrúleg.

Þangað til næst....


Skemmtilegt símtal....

Gemsinn minn hringdi og ég svaraði "Halló". "Heyriru í mér" kom á móti. "Já" segi ég. "það er gott" var svarið og svo kom bjartur skemmtilegur hlátur. "Bless" var sagt og svo lagt á.

Ég er nú aldeilis hlessa. W00t  Ég hef ekki lent í síma ati í ár og daga. Ekki var það ódýrt heldur. Hringt í gemsann, númerið hvergi skráð svo að drengurinn sem hringdi valdi bara eitthvað númer.

Alls ekki slæmt að fá svona símtal í vinnunni á föstudegi. Hvað ætli hann hafi hringt í marga. Smile

Þangað til næst....

 


Verður maður ekki stundum að leika sér....

Ég rakst á mjög skemmtilega síðu fyrir nokkru sem heitir Tickle.

Þar er hægt að taka próf sem segja manni allt milli himins og jarðar um mann sjálfan. Alveg frá því hvort maður hugsi nógu vel um heilsuna til þess hvert partý þemað þitt er. Það þarf að skrá sig sem notanda, en þá kemst maður í öll þessi próf. Ég hef staðið mig að því að gleyma mér og taka próf eftir próf eftir próf.

Hún er að mestu til gamans þessi síða, en það er margt áhugavert sem kemur í ljós ef maður svara sannleikanum samkvæmt.

Þangað til næst....


The Monster Squad og fleiri góðar 'monster' myndir....

Ég var að fá tilkynningu frá amazon.com að ' The Monster Squad' væri að koma út á DVD í 20 ára afmælisútgáfu, fulla af aukaefni. Jibbý. Hún kemur út 24. júlí og ég ætla að biðja hann Sigga í 2001 að panta hana fyrir mig. Sá hana einhvern tíman á síðustu öld Grin mjög skemmtileg mynd. 61F-bLZ93TL._AA240_[1]

Á þessum árum komu fullt af skemmtilegum 'Monster' myndum í léttum dúr. Critters, Gremlins, Ghostbusters, Beetlejuice, Goonies og The Lost Boys.

Ég á Goonies 25 ára afmælisútgáfuna á DVD. Það var alveg æðislegt að horfa á myndina með 'Commentary' þar sem leikstjórinn Richard Donner og leikararnir Sean Astin, Josh Brolin, Jeff Cohen, Corey Feldman, Kerri Green, Martha Plimpton og Jonathan Ke Quan tala um gerð myndarinnar, segja skoðanir sínar á sumum atriðanna og segja frá þeim breytingum sem gerðar voru á meðan tökum stóð.

The Lost Boys klassísk. Blóðsugur og skrímsli. Corey Feldman, Corey Haim, Jason Patrick Dianne Wiest, Jamie Gertz, Barnard Hughes, Edward Herrman og Kiefer Sutherland. Leikstýrð af Joel Schumacher. Mæli sko alltaf með henni.

Beetlejuice æðisleg. Hann Alec Baldwin er svo ungur í henni. Úps, er ég orðin svona gömul. Wink 

Ghostbusters. Bill Murray, Dan Akroyd, Sigourney Weaver, Harold Ramis og Rick Moranis. Klassísk.

Gremlins. Alltaf góð. Átti auðvita Gremlins brúðu og man eftir að kisa sem ég átti tók ástfóstri við brúðuna og sleikti hana alla.

Critters. Ég sá hana fyrir mörgum árum og fannst hún skemmtileg. Ekki þó það að ég yrði að sjá hana aftur og aftur og aftur og aftur.

Þangað til næst....


Næsta síða »

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband