Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Íbúðin, orkuveitan og Knoll og Tott, eða Sigþór og Bergþór

Þegar ég kom heim var alveg búið að mála og meira en hálfnað að leggja parketið. Það lítur út fyrir að það verði klárað fyrir helgi. Jibbý. Eða, hæ hó og jibbý jei og jibbý jei það er verið að klára íbúðina. Svona í tilefni 17. júni. Vei, húrra, jíbbý........ég gæti haldið endalaust áfram.

En í aðra sálma. Mikið rosalega er ég ósátt við sjónvarpsauglýsinguna sem Orkuveitnan var að senda frá sér. Ég horfði á hana í alla í fyrsta skiptið sem ég sá hana. Var forvitinn hvað væri nú verið að auglýsa. En je minn eini. Úff. Þvílíkur og annar eins horror. Það er nóg að sjá hana einu sinni, nú skipti ég um stöð þegar hún birtist í sjónvarpinu. Til hvers var verið að búa þessa auglýsingu til og hvaðan kemur hugmyndin á bak við hana. Ég fattaði hana ekki. Ég viðukenni það að ég er kannski bara svona fattlaus. En fyrr má nú rota en steindrepa.

Og í en aðra sálma. Ég fór og passaði knoll og tott, eða Sigþór og Bergþór á þriðjudaginn eftir vinnu. Varð nú að hleypa Ragnhildi niður í bæ með tendgó. Við fórum í smá göngutúr, löbbuðum niður að túninu. Réttara sagt hlupu strákarnir og ég á eftir. Það var þvílíkt fjör. Ekki versnaði það þegar við löbbuðum framhjá brunahana. Ég sagði Sigþóri að þetta væri brunahani og þá byrjaði Bergþór, brunahani, brunahani, brunahani...... þið getið ímyndaði ykkur restina. Það var líka erfitt að fá þá til að halda áfram, þeir voru svo hrifnir af hananum. Við fengum okkur pylsur þegar við komum heim. Því er hægt að lýsa svona: Sigþór fékk pylsubrauð með sinnepi og smá tómatsósu á disk. Hann bað um skeið og borðaði tómatsósuna með skeiðinni. Namm. Berbþór fékk pylsu í brauði með tómatsósu. Borðaði bara pylsuna úr brauðinu, fékk tómatsósu á disk og heimtaði skeið svo hann gæti borðað tómatsósuna með henni. Hann borðaði reyndar afhýddar pylsur og var mjög duglegur. Sigþór borðaði hýðið af pylsunum en ekki pylsurnar sjálfar. Þangað til hann sá pylsurnar sem ég var búin að skera niður og setja á disk handa Bergþóri. Hann borðaði þær með bestu lyst, Bergþóri til mikillar skelfingar. Sem betur fer kom mamma við til að athuga hvort ég væri ekki örugglega á lífi þegar ég var að gefa þeim að borða. Ég get ekkert sagt um hvað hefði gerst ef Pálmey amma hefði ekki mætt á svæðið. Það gegnur yfirleitt mikið á hjá strákunum. Annars er hann Sigþór alger snillingur. Hann er Batman óður og var keyptur einhver Batman karl í Hagkaup á mánudaginn, þegar amma hans spurði hvort hann væri ekki með pening heyrist í honum. Gunnhildur er vinur minn. Ekki lengi að koma sér undan. Hann er rúmlega þriggja og hálfsárs. Við erum mikið að spá hvort hann hafi bara verið að skipta um umræðuefni eða viljað að ég yrði rukkuð fyrir Batman. Fyndið. Sigþór og Bergþór eru bara skemmtilegir!

Þangað til næst....


Nýmálað

Málararnir voru komnir ansi langt þegar ég kom heim í gær. Það eina sem er eftir er stóri græni veggurinn. Verður reyndar ekki grænn áfram. Það er marmarahvítt á öllu nema stóra veggnum sem verður ljósljósbrúnn, liturinn heitir City og er mjög flottur. Það er rosalegur munur á íbúðinni. Hún er svo björt að hvíti liturinn sem var á henni stakk í augun. Ég tók reyndar ekki eftir því fyrr en hinn liturinn var komin á.

Svo er það bara parketið. Ég er að vona að það verði farið í það á morgun og klárað eins hratt og mögulega. Draumurinn er auðvita að komast til að ganga frá um helgina. Reyndar þarf að rakamæla gólfið því að eitthvað af vatninu sem lak fór örugglega í grunninn. Þannig að ef rakinn í gólfinu er of mikill verður ekki hægt að parketlegga strax. Ég er með krosslegða fingur, hendur, fætur og allt sem hægt er að krossleggja.

Þangað til næst....


Klór, klór og aftur klór.

Mér til mikillar ánægju var málarinn að sparsla þegar ég kom heim í gær. Gólfefnið hafði verið rifið af fyrr um daginn og allt gólfið sprautað með klór ógeðinu til að drepa það sem eftir lifði af sveppnum. Ekki glæsileg lyktin.

Málarinn náði í litaspjöld og ég var langt fram á kvöld að velta mér yfir litum. Gat nú samt ákveðið mig. Hann er líklega á fullu að mála núna og mér skildist að þeir (hann mæti með liðsauka í dag) ætluðu að klára á morgun. Þá þarf að drífa í að láta taka til parketið. Beykiparket, geðveikt flott. Og allt sem til þarf því að um leið og málararnir eru búnir verður komið og lagt á gólfið. Ég get varla beðið. Þá þarf maður að taka til hendinni og ganga frá öllu aftur á sinn stað. Annars held ég bara að það verði smá breytingar á skipulaginu. Þarf aðeins að hugsa það.

Er að fara passa skæruliðana á eftir, best að spara kraftana.

Þangað til næst....


Glæný íbúð!

Búið að vera mikið að gera hjá mér um helgina.

Múrararnir komu á fimmtudaginn og múruðu í götin. Á föstudaginn kom einhver til að rífa af gólfinu. Því miður varð að senda hann heim þar sem ég vissi ekki af því að hann væri að koma. Dagurinn í gær og í dag fór í að pakka niður úr skápum og hillum svo hægt sé að færa húsgögnin til og rífa af gólfinu. Mjög þægilegt að búa í tvíbýli með mömmu og pabba, eins og ég hef komið inn á áður. Því sem ég kom ekki fyrir inni í svefnherbergi hjá mér fór í holið niðri hjá þeim sem er við hliðina á íbúðinni minni.

Á morgun verður rifið af gólfinu, svo koma málararnir. Þegar er búið að mála verður sett nýtt gólfefni. Það verður líklega parket. Nema ég finni eitthvað annað sem fer við flísarnar í forstofunni. Ég valdi nefnilega gólfefnið sem verður rifið af útfrá flísunum í forstofunni. Ég hefði viljað flísar á allt gólfið en þær eru ekki lengur til. Bummer!

Það verður samt gott að geta gengið frá öllu þegar þetta er búið. Komið sér almennilega fyrir.

Þangað til næst..........


Diet Coke í æð!

Ég fór í járngjöf í gær. Alltaf gaman að láta stinga sig og fá vökva í æð sem lítur út eins og kaffi. Annars segist ég alltaf vera að fá Diet Coke í æð. Ég er pínu kókisti. Ég er glæsilega marin. Fyrst var tekið blóð og svo fékk ég "diet coke" dreypið. Gaman, gaman. Sama og venjulega.

Fékk pínu sjokk þegar ég byrjaði að lesa um brunan á Fuertaventura hérna á mbl.is þar sem foreldrar mínir eru þar í fríi. Þau vissu ekki einu sinni af brunanum þegar ég hringdi til að athuga hvernig væri hjá þeim. Eru víst hinum megin á eynni. 

Fór í Smáralindina í dag. National Geographic var til í Office One. Ég var snögg að kaupa það. Ég á Fjólu ömmu heitinni það að þakka hvað mér þykir gaman af blaðinu. Hún átti stórt safn af þeim og var áskrifandi ef ég man rétt. Eitt af því skemmtilegasta sem ég gerði þegar ég fór norður í heimsókn var að fara inn í saumaherbergið hennar þar sem blöðin voru geymd og gleyma mér við að skoða myndirnar í þeim. Fjóla amma var einstök kona og hennar er sárt saknað.

Ég álpaðist inn í The Body Shop, þar er verið að selja UNIFEM armbandið á 500 krónur. Ég keypti auðvita eitt. Mjög verðugur málstaður.

Best að athuga hvernig maturinn hefur það, þarf að senda einhvern til að kaupa franskar.

Þangað til næst....


Það sem á daga mína hefur drifið.

Mikið er ég orðin langþreytt á þessu drasli sem er í íbúðinni. Það fer nú samt vonandi eitthvað að gerast þar sem ég hef ekki séð litla rakablettinn sem var alltaf í horninu í tvo daga. Það geta verið tvær ástæður fyrir því. Það er hætt að leka og þurrktækið er búið að þurrka upp allan rakan eða það er svo lítil notkun á vatni uppi að þurrktækið nær að þurrka nóg. Blablabla. Það kemur víst allt í ljós. Ég er ekkert hrikalega bjartsýn.

Ég er líka í pilskasti. Alltaf að sauma pils. Það er nú líka komið sumar, þrátt fyrir kuldakast og leiðindarveður. Ég keypti efni í rúmfatalagernum sem lítur út eins og flauel eða rúskinn, er enn að sníða það. Ég er nefnilega ennþá að hugsa hvernig pilsið á að vera. Ég er eiginlega búin að ákveða hvernig ég geng frá mittinu. Það verður líklega svona "one size fits all" dæmi bundið í mittið. Ef það kemur ekki nógu vel út þá verður bara sett teygja.

Frænka mín kom með myndirnar sem ég lánaði henni einhverntíman í mars í gær. Hún hafði þó getað horft á þær allar. Þetta voru 11 bíómyndir og öll Sex and the City serían. Þegar hún var farinn dreif ég mig og kaus. Ég var nú samt eiginlega búin að ákveða að kjósa ekki. Sumir ættu að vera ánægðir yfir því að ég lét mig hafa það að kjósa.

Best að hætta þessu þvaðri. Halda áfram að sníða og sauma.

P.S.   Mamma þið verðir bara að flytja niður þegar þið komið heim.


Mikið gaman.............eða hvað!

Loksins komin í samband. Hef ekki komist í tölvuna.

Ég ætlaði að vera svo duglega og segja frá hvað mér fannst um Da Vinci lykilinn. Fyrirlesturinn á undan myndinni var stuttur og fróðlegur. Myndin fannst mér alveg fín. Mér fannst hárið á honum Tom Hanks bara mjög fínt, viðeigandi fyrir persónuna!!!

Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki alveg normal, elti ekki fjöldan. Venjan er að fólk fái sér rakatæki, það á að hreinsa loftið á heimilinu og bæta öndun! Ég er með risastórt þurrktæki inni í eldhúsi hjá mér. Rakatæki er humidifier á ensku, þetta ferlíki er merkt DEHUMIDIFIER, s.s. þurrktæki. Það er búið að vera í gangi frá því á mánudaginn með smá næturhvíld, það er ekki hljóðlátt. Fyrir þá sem hafa ekki komið í sundhöllina í langan tíma endilega komið í heimsókn. Það var eins og að koma í sundhöllina í den að koma inn í íbúð.

Fyrir þá sem ekki skilja þá er eldhúsið í rúst. Það lekur einhverstaðar. Gat í veggjunum þar sem vatnslagnirnar eru og eitthvað stykki úr ferlíkinu ofan í einhverju röri til að þurrka upp raka. Við neituðum að fá hitablásara þar sem þá hefði orðið stórslys. Ég hefði líklega klórað af mér skinnið. Fimmtudag, föstudag og sunnudag var ég alveg friðlaus. Lá upp í rúmi þegar ég var að fara að sofa og klæjaði eins og hundrað manns. Það er skýringin á sundhallarstemmingunni. Strax og tryggingaliðið heyrði af kláðanumá mánudeginum  kom maðurinn sem spreyjaði fyrst og spreyjaði meira, mikið meira en fyrst því lyktin er ekki enn farinn. Tekur þetta engan enda!?

Þar sem ég er búin að koma mér fyrir uppi í bili ákvað ég að horfa aftur á Star Trek: Voyager. Ég er að sauma mér pils og horfi með öðru auganu á Star Trek.

Ég verð nú líka að taka það fram að það er alveg ágætt að búa í tvíbýlishúsi með foreldrum sínum. Það hefur allavega bjargað mér núna. Þau flúðu land, fóru til útlanda í sumarfrí eins og við Íslendingar köllum það, þannig að ég hef sofið í þeirra herbergi. Kláðinn kemur ef ég er of lengi í íbúðinni,  eins og núna.

Best að hætta á meðan eitthvað skinn er eftir...........


Enginn pípari..........

Enginn pípari í morgun. Fékk að sofa út. Vaknaði samt fyrir kl.8 en gat sofnað aftur. Nenni ekki að hanga heima. Fer kannski eitthvað á rúntinn með myndavélina.

Fór í 2001 á Hverfisgötu í gær. Það er stórhættulegt að fara í þá búð. Ég finn venjulega alltaf eitthvað sem mig langar í. Lét það eftir mér að kaupa "The Producers", "Kiss kiss bang bang" og "Kung Fu Hustle". Er ekki búin að horfa á þær. Hlakka mikið til. Ég gat nú samt haldið aftur af mér. Það var nefnilega til Hercule Poirot safnið með honum David Suchet. Mig langar svo í það.


Ágætis helgi......

Síðastliðnar tvær vikur er ég búin að vera sauma mér föt fyrir árshátíð. Gekk vel til að byrja með. Bjó til sniðið fyrir pilsið, sneið það og saumaði. Tók rúmlega 5 tíma. Svo saumaði ég annað pils sem á að fara í yfir hitt pilsið. Það tók aðeins lengri tíma. Bjó til nýtt snið, það er aðeins víðara. Sneið efnið, nældi það saman, þræddi það og svo loks saumaði. Ég gerði þetta ekki á einu kvöldi, heldur fóru nokkur kvöld í þetta. Jæja svo bjó ég til snið fyrir jakkan, teiknaði upp eftir einhverju sem ég átti. Tókst nú bara ágætlega. Sneið svo efnið, nældi saman og þræddi. Saumaði jakkan svo saman fyrir utan ermarnar. Þetta var á föstudaginn, árshátíð á laugardag í Hveragerði. Ég var komin í tímaþröng þar sem ég hafði farið að passa syni frænku minnar á miðvikudag eftir vinnu. Sigþór og Bergþór. Þeir eru með skemmtilegri einstaklingum sem ég þekki. Mér leiðist allavega aldrei þegar ég er með þá. Þegar ég gafst upp á jakkanum þá stakk mamma bara upp á því að við færum í búðir áður en ég færi austur. Vaknaði eldsnemma, hehehe, eldsnemma á laugardegi þýðir kl.10. Fórum í Kringluna, ekkert þar. Debenhams, ekkert þar. Mamma hafði heyrt af einhverri nýrri fataverslun í Smáralind sem heitir Evans. Við fórum þangað. Vá maður, þar voru föt sem ég passaði í, og meira að segja flott föt. Ég leit ekki út eins og ég væri kerling um 60 í þeim. Það er ekkert að því að vera 60, ég er bara ekki nálægt því að vera 60. Ég og mamma enduðum svo þennan verslunarleiðangur á því að fá okkur að borða í Energiu. Við vorum mikið svangar, fengum frábæran mat og fórum pakksaddar. Maturinn var sem sagt mjög góður og ekki eyðilagði það að hann var ekki dýr. Við ætlum að fara þangað aftur.

Þá var komið að árshátíðinni sem var í boði vinnunnar. Ég tók til það sem ég þurfti að taka með mér, pakkaði niður og lagði af stað. Kom við í Nóatúni til að kaupa mér nesti. Sódavatn, ópal og tyggjó. Ekki var ég nú lengi að keyra í Hveragerði. Það var heilmikil umferð en hún gekk nú samt vel. Kaflarnir þar sem er búið að tvöfalda muna alveg rosalega. Kom á Hótel Örk um kl.16, fékk lykilinn af herberginu og kom mér fyrir. Var með Dorothy í herbergi. Það passaði mjög vel, við báðar frekar rólegar og lausar við allt vesen. Ég ákvað að byrja á hárinu á mér. Þegar ég var búin að taka upp krullujárnið þá hringdi ég í mömmu og spurði hvort hún gæti skotið mig í gegnum síman. ARG! Ég tók með mér vitlaust krullujárn. ARG! Það var nú samt það eina sem klikkaði hjá mér svo ég stakk bara puttanum í innstungu og þá var ég búin að redda hárinu! Maturinn byrjaði kl.19:30. Því miður varð ég fyrir vonbrigðum með matinn. Forrétturinn var ekki nógu góður, sósan bjargaði aðalréttinu en eftirrétturinn var sem betur fer góður. Fyrir utan það að stólarnir voru ekki þægilegir. Við 6-7 við hringborð og hún Anna M sem er lágvaxin náði ekki einu sinni niður. Ég sat eins og karlmaður með fæturnar útglenntar á ská. Hvað með það. Ég fékk svo gott að borða á Energiu að það reddaði deginum fyrir mér. Eftir matinn var svo herbergispartý. Það flykktust allir inn í eitt herbergið. Þar var mikið hlegið og mismikið drukkið. Sumir hefði nú bara mátt vera heima, eða bara edrú. Eftir herbergispartý var haldið niður. Það vori bræður, ég held, í andyrinu að spila og syngja. Mjög skemmtilegir. Ég endaði nú samt niðri í billjardherberginu með Dorothy, Oskari, Jessicu og Ómari. Ásdís, Jón Arnar og maður Jessicu komu og fóru. Við vorum öll jafnslæm. Ég get kennt kjuðunum um, eða allavega reynt það. Ég var nefnilega ekki að drekka. En aðrir geta nú kennt áfenginu um. Fór svo upp á herbergi og kveikti á sjónvarpinu, The Italian Job var að byrja á stöð 2. Tók andlitið af mér og skellti mér upp í rúm. Ákvað að bíða bara eftir að Dorothy kæmi upp, nennti ekki að vera vakin ef hún kæmi mjög seint. Ég var með lykilin af herberginu. Hún lét sjá sig fljótlega. Ég man nú ekki hvað klukkan var þegar hún kom en það var ekki liðið langt á myndina. Ég vaknaði kl.8 á sunnudagsmorgunin. Klæddi mig og fékk mér morgunverð. Guðmundur kom niður þegar ég var hálfnuð en annars virtust allir vera sofandi. Lagði af stað heim rétt fyrir kl.9. Þegar ég kom heim fór ég aftur að sofa og svaf til kl.18. Mikið rosalega hef ég verið þreytt. Þannig var nú sú helgin.

Ég hefði sofið út í morgun, nema að píparinn kom fyrir kl.9 til að brjóta upp vegginn í eldhúsinu. Íbúðin er öll í drasli. Skúffurnar úr innréttingunni út um allt, uppþvottavélin úti á miðju gólfi, hluti af innréttingunni líka og óhrein glös út um allt. Það vantar nefnilega vaskinn í eldhúsið, hann er inni í þvottahúsi. Gaman, gaman. Enda örugglega á því að fara í rekstrarvörur til að kaupa pappadiska, plastglös og hnífapör. Kemur í ljós.


Skemmtilega vitlaus!

Var að horfa á "Scorched" með Woody Harrelson (Woods), Aliciu Silverstone (Sheila), John Cleese (Mr. Merchant) og fleiri góðum leikurum. Hún er snilld. Karakterarnir sem Woody og John leika eru æðislegir, ekki síst þá ofurnáttúruverndarsinninn hann Woods.

Myndin fjallar um þrjá gjaldkera í banka sem ákveða að ræna hann án vitundar hvors annars. Öll hafa þau ástæðu fyrir því, hvort sem það er vegna hefndar eða að þau hafi verið mönuð til þess.

Woods (Woody Harrelson) hatar Mr. Merchant (John Cleese) af því að hann drap önd! Sheila (Alicia Silverstone) vill að útibústjórinn lendi í vandræðum og verði rekinn, þau voru par og hann er ný búin að segja henni upp. Ekki má gleyma Stu, leikin af Paulo Costanzo (40 days and 40 nights, Road Trip o.fl.). Hann á frekar misheppnaðan vin sem er alltaf að útlista fyrir honum hvernig hann ætlar að verða ríkur. En Stu er með hugmynd um hvernig hann getur rænt bankann án þess að það komist upp, segjir vini sínum frá henni sem manar hann til þess að framkvæma hana.

Ég mæli með henni.


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband